Wednesday, November 09, 2005

David Hasselhoff is god

Sup... (kallarnir.is inspiration)

Djöfull er langt síðan ég bloggaði. Mörg ykkar héldu kannski að þetta blogg væri eins og Móðir Teresa - dautt. Burrumtiss!

Ég þori eiginlega ekki að segja af hverju ég er ekki búinn að blogga svo lengi. Æji, ég segi það samt. Ég gleymdi ekki passwordinu mínu, nei, ég gleymdi accountinu mínu. Húrra fyrir mér. 1-0 fyrir mér.

Alla vega, ég sit hérna og er að hlusta á Radíó Dordingul. Félagar mínir í Jericho Fever eru mættir í viðtal. Ég vona að þeir fari að gefa út dótið sitt bráðum. Frekar gott verð ég að segja.

Það er ýmislegt á döfinni. Sumarbústaður með I Adapt um helgina. Tónleikar með I Adapt í náinni framtíð. Vonandi upptökur með Gavin Portland fljótlega.


Gott í nóvember

 • Hildur Kristín Stefánsdóttir
 • Gott að hanga með Jobba aftur
 • Áform hljómsveitanna minna
 • Sólbjartur
 • Allir vinir mínir og félagar
 • Góð tónlist
 • Gítarinn minn

Slæmt í nóvember

 • Kuldi
 • Ég er ekkert að brillera í sumum námsgreinum
 • Skammdegi, það er allt dimmt þegar maður fer í skólann og það er að verða dimmt þegar maður kemur heim
 • Ég er í slæmu formi, ég ætla að fara að gera eitthvað í þessu
 • Alls konar leiðinlegar pælingar
 • Eitthvað sjiiii sem ég tala ekki um á veraldarvefnum
 • At the Drive-In eru ekki starfandi

Bless, bless-A

Tuesday, October 04, 2005

I threw a bottle into the woods

Ég var alveg geggjaður í dag. Ég er búinn að lesa alveg ógeðslega mikið af Íslendingaþáttum. Mér fannst geggjað þegar Ormur var að berjast við Brúsa. Brúsi var fúlskeggjaður og Ormur tók í skeggið hans og reif af honum andlitið. Það er helvíti hart.

Ég keypti líka snúru, ég týndi gömlu nefnilega á tónleikum um daginn. Þá var Gavin Portland að spila. Sándið var ekki það besta í heimi en þetta var samt skemmtó. Við tökum upp á allra næstu dögum eða vikum. Ég er að digga það.

Ég skipti líka um strengi í gítarnum mínum og komst loksins að niðurstöðu um hvernig strengi mér finnst best að nota. Ég hafði alltaf notað heavy bottom strengi, þ.e. 0.10-0.52. Mér finnst 0.10 aðeins of lítið. Ég prófaði núna að kaupa venjulega 0.11 strengi, þ.e. 0.11-0.50. Mér finnst 0.50 ekki alveg nógu þykkt. Næst ætla ég að taka 0.11-0.52 eða jafnvel þykkara. Þá erum við að tala saman. Djöfull var annars gaman að taka í gítarinn. Been a way too long.

Ég heimsótti líka Hildi Kristínu. Hún var lasin. Annars skemmtum við okkur vel við að tala um léleg poppbönd og góð poppbönd. Við komumst að þeirri niðurstöðu að Á móti sól væri agalega vond sveit.

Það er allt að verða brjálað í skólanum. Próf á próf ofan. Það er ekki gott.

Lífið er frekar næs þessa dagana. Ég er voða eitthvað lo-fi, if ya know wha I mean. Ég er samt búinn að lofa mér að hringja í góða félaga í vikunni (Gy*hóst*ða).

Játning: Ég ákvað það í dag að á morgun ætla ég í Sage Francis bol í skólann.Vangaveltur

 • Hvernig tókst einum manni að semja svona mikið af geggjuðu stöffi? Hér á ég við Chuck Sculdiner heitinn og hljómsveit hans, Death.
 • Af hverju ég hef aldrei hlustað á (smog) áður þrátt fyrir það að eiga heila plötu á I-podnum?
 • Af hverju Absinthe Party at the Fly Honey Warehouse sé uppáhaldslagið mitt með Minus the Bear? Er það einfaldlega af því að það er best eða er það af því að það var fyrsta lagið með þeim sem ég hlustaði á af viti?
 • Af hverju fékk Halldór Laxness svona góða dóma í Kerrang!?
 • Af hverju getur Cedric pullað að syngja út í hött á At the Drive-In plötunum en samt látið það hljóma stórkostlega?
 • El Gran Orgo...
 • Af hverju gerðu Bítlarnir alveg jafnmikið, ef ekki meira, af leiðinlegum lögum og skemmtilegum?
 • Hversu skondið það er að Iron Maiden séu komnir í þá aðstöðu að geta gefið út hvaða dótarí sem er og samt selt alveg endalaust af því.


Ég er farinn að hlusta á eitthvað skemmtilegt.

Over and out.

-Rambó
commenting and trackback have been added to this blog.

Tuesday, September 20, 2005

I can tell by the way the rain hits the glass

„And I can tell by the way the rain hits that glass, that it wants to be cold - it wants to be snow.“

Þessi orð þutu í gegnum höfuðið á mér þegar ég var á leið í skólann í morgun. Ég sat í strætó og rigningin dundi á framrúðunni. Á regndropunum mátti sjá að þá langaði að vera snjór. Þá gerði ég mér fyrst grein fyrir því að haustið er gengið í garð.

September er kominn langt á leið og brátt mun október taka við. Nýjir litir munu taka við af sumarlitunum. Fyrir sumum eru þeir rauðir, gulir og allt þar á milli. Sumir sjá þessa litið aðeins sem gráan. Ég ætla að forða mér frá þeirri hvimleiðu litblindu á lífið um haust- og vetrarmánuðina.

Skammdeginu fylgja ákveðnir töfrar. Að fara í og úr skóla í ljósaskiptunum, ganga hlið við hlið og haldast í hendur á götunum sem án borgarljósanna væru niðdimmar, liggja upp í rúmi og sjá ekki handa sinna skil.

En skammdegið á sínar skuggahliðar. Stundum verður myrkrið svo mikið að lundin sortnar samhliða dögunum. Fólk verst skuggunum misvel. Sumir falla í skammdegisþunglyndi, sumir verða bara örlítið kvöldsvæfari. Aðrir láta þetta ekkert á sig fá.

Í skammdeginu er gott að eiga góða að, til dæmis hana. Einnig er rétt að minnast á alla þá vini og kunningja sem ég er svo heppinn að eiga. Fjölskyldan stendur einnig fyrir sínu.

Læt ég nú af skrifum mínum um haustið. Skólabækurnar bíða mín.


Saturday, September 10, 2005

New and improved with even less to lose

Jæja. Þá er það einn laugardagurinn enn. Hann er einnig kallaður heróíndagur, Nelly´s-dagur, nammidagur og sábado. En ég held mig bara við hið hefðbundna, ég er svo jarðbundinn náungi. Ég var að koma heim úr Nóatúni í Rofabæ. Þangað mæti ég aðra hvora helgi og segi „góðan dag“ og blandast kveðjur mínar saman við hljóð sem hljómar einhvern veginn svona. Þó væri skemmtilegra ef hljóðið mundi hljóma svona.

Ég veit ekki hvort ég hafi einhvern tímann minnst á það hversu frábær Sage Francis er. Tónlist hans fær að óma oftar en ekki í spilaranum mínum. Ég verð nú að viðurkenna það að ég er nýgræðingur í hiphop en af því sem ég hef verið að kynna mér stendur Sage algjörlega upp úr. Geðveik beat, frábærar rímur og ótrúlega gott flæði. Ég bið ekki um meira, það væri ósanngjarnt.

Eins og ég sagði áður fylgja nýjum bloggum nýir tímar. Ég er alveg tearin´ it up í skólanum, en þeir sem þekkja mig vita að ég var ekki beint þekktur fyrir það í fyrra. Auk þess er ég búinn að láta gamlan draum rætast, eitthvað sem hefur blundað í svo lengi sem elstu menn muna. Eða allt að því. Ég er nefnilega byrjaður í trommutímum. Það er alveg svaka spennandi. Ég vona að ég eigi eftir að standast mínar eigin væntingar. Annars verð ég sorgbitinn.

Ég sé fram á alveg svaka spennandi tíma framundan. Þessi vetur leggst vel í mig.

Over and out.

-Smáa, brúna hjólið

Sunday, September 04, 2005

Nýtt blogg

Góðan dag, kæru lesendur, og verið öll sömul velkomin á nýju bloggsíðuna mína. Með nýjum tímum koma ný blogg. Ég vonast eftir að gera þessa síðu sem virkasta á komandi misserum. Það þykir gott að skrafa smá um sín mál á veraldarvefnum, það er í það minnsta hip og kúl og allir gera það.

Allir sem eru hip og kúl alla vega.

Annars er sköpun þessarar nýju síðu gott dæmi um það hversu mikilli orku og sköpunargáfu ég fyllist alltaf þegar ég á að læra. Þegar þessari færslu er lokið mun ég ráðast á spænsku og gefa orðinu rúst nýja merkingu. Það er minn stíll.

Þar sem þetta er mun betri staður til að vera á en folk.is þá ætla ég að reyna að vera iðinn við að blogga. Það er voða gaman.

En nú verð ég að fara að læra. Veriði sæl að sinni.

-Tunglrefurinn